Liðnir viðburðir

Víða er grýtt með vörðum – Grónar götur og grýttar slóðir

Kvöldvaka: Víða er grýtt með vörðum – Grónar götur og grýttar slóðir.

Miðvikudaginn 28. mars kl. 20 var haldin kvöldvaka á Sauðfjársetrinu þar sem Hafdís og Matthías í Húsavík sögðu frá gönguleiðum í máli og myndum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sagt var frá göngu yfir Ófeigsfjarðarheiði, leiðinni frá Miðdalsgröf að Steinadal og einnig frá leiðum um Heiðarbæjarheiði og Bæjardalsheiði. Vöfflukaffi var á boðstólnum kr. 1.200,-