Fréttir

Sumaropnun 10-18 alla daga

Hefðbundin sumaropnun er hafin á Sauðfjársetrinu. Fólk er hvatt til að sýna aðgætni vegna Covid og sóttvarna, en vonandi batnar hagurinn þegar líður á sumarið og fleiri verða fullbólusettir. Safnið verður opið frá 10-18 alla daga í júní, júlí og ágúst. Fjöldi viðburða er einnig á dagskránni, Náttúrubarnahátíðin 9.-11. júlí og Hrútadómarnir 15. ágúst ber þar hæst, en einnig verða Sögurölt og fleiri viðburðir á dagskránni. Stefnt er að þjóðhátíðarkaffi á 17. júní og Náttúrubarnaskólinn verður með námskeið.

Ný sýning verður opnuð nú í júní – Förufólk & flakkarar – og verður hún í sérsýningarherberginu. Leysir hún af hólmi hina ágætu sýningu Sumardvöl í sveit sem hefur verið þar uppi síðustu árin. Ný sýning var einnig opnuð á Kaffi Kind í byrjun ársins sem margir eiga eftir að sjá. Þar er um að ræða ljósmyndasýningu með myndum úr albúmi Rósu Jónídu Benediktsdóttur frá Kirkjubóli.

Eins og í fyrra er einnig hægt að heimsækja Sauðfjársetrið utan opnunartíma og skoða útisýninguna við göngustíginn Sjávarslóð, þar sem bæði eru skúlptúrar og söguskilti.