Liðnir viðburðir

Bókakynning á Bókavík – ný bók í prentsmiðjunni

Á næstunni kemur út ný bók: Álagablettir á Ströndum. Það eru Sauðfjársetur á Ströndum og Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa sem gefa bókina út. Höfundar bókarinnar, þjóðfræðingarnir Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson, héldu rafrænan viðburð á hátíðinni Bókavík, kynntu Álagablettina og töluðu um þjóðtrú og sagnir. Viðburðurinn var í tengslum við hátíðina Bókavík á Hólmavík sem haldin var dagana 22.-28. nóvember 2021.