Liðnir viðburðir

Spilakvöld í Sævangi

Langþráð spilakvöld var haldið í Sævangi, spilað á 5 borðum. Heldur færri mættu, vegna hópsmits í Dölum sem kom upp um þetta leyti. Í kvennaflokki var efst Soffía Guðmundsdóttir, Árný á Bakka í öðru og jafnar í þriðja voru Svanhildur Jónsdóttir og Ester á Kirkjubóli. Í karlaflokki varð Unnsteinn á Klúku efstur, svo Sigmundur í Lyngási og Jón á Kirkjubóli þriðji. Takk kærlega fyrir komuna, þetta var ljómandi skemmtilegt.