Liðnir viðburðir

Álagablettir: Útgáfuhóf og fögnuður í Hnyðju

Sunnudaginn 12. desember kl. 16:00 var haldið útgáfuhóf fyrir bókina Álagablettir á Ströndum í Hnyðju (Höfðagötu 3, á Hólmavík). Eins var hægt að fylgjast með viðburðinum í beinu streymi á Facebook síðu Sauðfjársetursins. Sagt var frá bókinni, höfundar lásu upp og boðið verður uppá piparkökur og heitt súkkulaði. Opið var í Hnyðju á milli kl. 16:00-18:00 og hægt að kaupa bókina, posi á staðnum. Eins er hægt að leggja inn pantanir hjá Sauðfjársetrinu og verður bókin þá póstlögð, auk þess verður bókabíll á ferðinni fyrir jólin og mun keyra út pantanir á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni Hólmavíkur.

Hér er tengill á beina fésbókarútsendingu á útgáfuhófinu.