Fréttir

Álagablettirnir til sölu hjá Pennanum og útgefendum

Bókin Álagablettir á Ströndum eftir Dagrúnu Ósk Jónsdóttur og Jón Jónsson sem gefin var út af Sauðfjársetrinu og Þjóðfræðistofu núna fyrir jólin er komin í verslanir Pennans Eymundsson í Reykjavík, Hafnarfirði, Ísafirði og Akureyri. Einnig fæst bókin hjá útgefendum (Ester s. 693-3474) og í handverksbúð Strandakúnstar á Hólmavík. Sala á bókinni hefur farið ljómandi vel af stað, en Covid hefur þó komið í veg fyrir uppákomur og upplestra sem að var stefnt sem jafnan skipta máli fyrir útgáfu af þessu tagi.

Margir samstarfsaðilar fá þakkir í bókinni og einnig styrktaraðilar sem voru Safnasjóður, Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og byggðaþróunarverkefnið Sterkar Strandir. Nina Ivanova á Ísafirði sá um umbrot og hönnun, Gunnar B. Melsted um prófarkalestur og bókin var prentuð á Íslandi, hjá Prentmet Odda.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Klimpur og Klimpumýri sem er álagablettur í landi Stóru-Ávíkur í Árneshreppi.