Liðnir viðburðir

Dráttarvéladagur og töðugjöld 2002

Sunnudaginn 18. ágúst var haldinn dráttarvéladagur og töðugjöld sem fóru fram í miklu blíðviðri, eins og flestir viðburðir á þessu herrans ári. Óhætt er að segja að þennan dag hafi vélar, bæði gangfærar og lasnar, verið í aðalhlutverki. Boðið var upp á skemmtiferðir um íþróttavöllinn fyrir unga sem aldna í dráttarvélavagni og lifandi leiðsögn var um útisýningarsvæðið sem dráttarvélarnar stóðu á. Einna mesta athygli vakti Baunin frá Gestsstöðum sem kom í heimsókn með eigandanum Rúnari Sverrissyni frá Klúku.

Um miðjan dag var  vélunum sem gangfærar voru keyrt í halarófu fram að sandgryfju við afleggjarann að Gestsstöðum og Klúku, en þar fór fram héraðsmót í dráttarvélaökuleikni. Þáttakendur voru um 10, en eftir æsispennandi keppni við Björn Pálsson á Grund fór Guðbrandur Björnsson á Smáhömrum með sigur af hólmi. Fékk hann þar með frímiða á bændahátíðina sem haldin var um haustið í vinning.