Liðnir viðburðir

Smalabúsreið 2002

Í ágústbyrjun, um verslunarmannahelgina, var sérlega vandað kaffihlaðborð í tilefni af svokallaðri Smalabúsreið sem var frídagur vinnuhjúa til forna (kannski ekki á Ströndum, en a.m.k. á suðausturhorni landsins). Þá var haldin stuttur fyrirlestur um tilefnið og farið í gönguferð um nálægar víkur og voga þar sem teistuungar voru skoðaðir í rigningunni.