Fréttir

Heima-páska-bingó framundan :)

Nú er ekki seinna vænna að byrja á páska-heimabingói Sauðfjársetursins, svo páskaeggin verði búin að skila sér til vinningshafa fyrir páska. 🙂 Í vinninga eru páskaegg, gjafabréf og ýmislegt fleira skemmtilegt. Spjöld verða einungis seld á netinu og send rafrænt í einkaskilaboðum á feis, tölvupósti eða í sms. Spjaldið kostar 500.- kr. og verður hægt að leggja inn á reikning Sauðfjársetursins. Til að kaupa bingóspjald sendið einkaskilaboð á facebook-síðu Sauðfjársetursins eða á netfangið saudfjarsetur@saudfjarsetur.is eða hringið í síma 693-3474. Sala á spjöldum byrjar í dag, fimmtudaginn 25. febrúar.

Fyrstu tölur verða dregnar út, laugardaginn 6. mars (eftir rúma viku) kl. 18:00.

Leikurinn gengur þannig fyrir sig að dregnar verða tölur á hverjum degi og þær birtar á facebook-síðu Sauðfjársetursins. Til að tilkynna bingó á að hringja í síma 693-3474 samdægurs. Dregnar verða út 10 tölur fyrstu dagana, síðan fer þeim fækkandi. Allt spjaldið er spilað. Fimm fyrstu fá vinning.

Öll velkomin í heimabingó! Höfum gaman saman og berjumst gegnum kófið.