Fréttir

Jólabingói Sauðfjársetursins lokið

Engin tala var dregin í dag í jólabingói Sauðfjársetursins, því nú er því lokið. Allir vinningar eru gengnir út. Í gær fengu Jóhanna Ósk Valsdóttir Hafnarfirði, Guðni Guðmundsson Kjarlaksvöllum og Matthías Lýðsson í Húsavík rétta tölu og bingó. Þau fá öll veglegan 4.-6. vinning. Þau þrjú sem áður höfðu fengið vinninga í þessu skemmtilega bingói eru: Kristín Anna Oddsdóttir Hólmavík, Sædís Eiríksdóttir Akureyri og Kolbrún Unnarsdóttir Reykjavík.Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir að vera með í þessum skemmtilega leik og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla!