Liðnir viðburðir

Kynning á ljósmyndaverkefni!

Á hátíðinni Bókavík var kynnt nýtt útgáfuverkefni Sauðfjársetursins sem snýst um ljósmyndabók með gömlum Strandamyndum. Um er að ræða samvinnuverkefni með Rannsóknasetri HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu og tengist uppátækið verkefninu Menningararfur í ljósmyndum sem er styrkt af Safnasjóði. Kynningin var einn af rafrænu viðburðunum á Bókavíkur-hátíðinni. Bókin er eitt af fyrirhuguðum verkefnum á 20 ára afmæli Sauðfjársetursins.

Vinnutitill bókarinnar er gamla Strandamyndin mín og er ætlunin að bjóða hópi af áhugasömum Strandamönnum að velja í hana mynd frá síðustu öld og skrifa pistil með perónulegum vinkli um myndina. Jón Jónsson sagðir frá verkefninu og því ferli sem framundan er í tengslum við það, m.a. verður haldið námskeið í að skrifa endurminningar í vor. Þetta verður skemmtilegt!