Fréttir

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Náttúrubarnahátíð verður haldin í sumar á Ströndum og verður margt til skemmtunar. Dagsetning fyrir hátíðahöldin hefur verið ákveðin 9.-11. júlí.

Margt verður til skemmtunar, smiðjur og útivist, leikir, sögur, fróðleikur og fjör. Öll fjölskyldan ætti að finna eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni sem nú verður haldin í fimmta skipti.

Styrktaraðilar á þessu ári eru Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Frumkvæðissjóður Sterkra Stranda sem hafa veitt hátíðinni veglega styrki og gera mögulegt að ekki er rukkaður aðgangseyrir að henni. Einnig hefur hátíðin fengið stuðning frá Orkubúi Vestfjarða og Ferðaþjónustunni á Kirkjubóli.

Dagrún Ósk Jónsdóttir yfirnáttúrubarn og þjóðfræðingur er framkvæmdastjóri hátíðarinnar, eins og áður.