Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

FréttirLiðnir viðburðir

Náttúrugönguferð í Sævangi (2022)

Í dag var skemmtilegur dagur og viðburður í Sævangi sem verkefnið With Love, Iceland sem Jamie Lee heldur úti stóð fyrir. Hún og Hafdís Sturlaugsdóttir sauðfjárbóndi og sérfræðingur í landnytjum og gróðri voru þar með kynningu og blómaskoðun og enduðu niðri í fjöru við að segja frá fjörugróðri, þangi og þara. Hafdís er bóndi í Húsavík og framleiðir Húsavíkurbúið sérunnar kjötvörur, kryddaðar með jurtum og berjum.

Frábær dagur í einstöku blíðskaparveðri. Gestir fengu að smakka á kjötafurðum Húsavíkurbúsins, svo var blómaskoðun og fróðleikur og í framhaldi af því spjallað um og smakkað á sölum, þangi og þara. Mikið að gera á setrinu og margir sem nutu veitinga og sólar á pallinum. Takk fyrir daginn góðir gestir og sérstaklega Jamie Lee og Hafdís Sturlaugsdóttir.