Fréttir

Safnið opið áfram fram í september

Talsverð traffík ferðafólks er enn á Ströndum og hefur því verið ákveðið að framlengja opnunartíma Sauðfjársetursins eitthvað fram í september. Ekki hefur endanlega verið ákveðinn lokadagur, en það fer eftir því hvernig aðsóknin verður að safninu næstu daga.