Liðnir viðburðir

Réttarkaffi

Sunnudaginn 20 sept. var réttað í Kirkjubólsrétt. Vöfflur, kaffi og heitt súkkulaði voru á boðstólnum í Sauðfjársetrinu, verð var kr. 1.500 fyrir 13 ára og eldri, 1.000 fyrir 7-12 ára og frítt fyrir yngri. Opið var á Sauðfjársetrinu á sunnudaginn frá kl. 12:00-17:00. Áhersla var lögð á sóttvarnir og þar sem utanaðkomandi fólki hafði verið bannaður aðgangur að réttarstörfum var frekar fámennt í réttarkaffinu.