Fréttir

Sögurölt sumarsins verða ekki fleiri

Allt viðburðahald er erfitt undir 2ja metra reglu og líklega best að hafa öryggið í fyrirrúmi. Sögurölt safnanna á Ströndum og Dölum, Sauðfjársetursins og Byggðasafnsins, verða því ekki fleiri þetta sumarið. Vonandi verður bóluefnið komið í hús næsta sumar og óhindrað hægt að hittast, heilsast með virktum, kynnast fólki úr öðrum sveitum, rölta og segja sögur.