Liðnir viðburðir

Vísindakaffi í Sævangi: Menningararfur í myndum

Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa tók þátt í Vísindavöku Rannís með því halda Vísindakaffi fimmtudaginn 26. sept. kl. 20:00. Viðburðurinn var haldinn á Kaffi Kind á Sauðfjársetrinu í Sævangi og boðið er upp á kaffi á meðan á spjallinu stóð.

Á Vísindakaffinu kynntu Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson nýtt og viðamikið rannsókna- og miðlunarverkefni á vegum Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu, í samvinnu við Sauðfjársetrið. Verkefnið ber yfirskriftina Menningararfur í myndum og snýst um gamlar ljósmyndir, söfnun þeirra, varðveislu og miðlun. Sagt verður frá þeirri vinnu sem framundan er, verkþáttum og samstarfsaðilum, sem eru söfn og menningarstofnanir í héraðinu og á landsvísu.

Um Vísindavökuna sjálfa má fræðast á www.visindavaka.is. Einnig Vísindavaka 2019